Moskvu. AP. | Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gagnrýndi í gær afskipti vestrænna ríkja af innanríkismálum fyrrverandi sovétlýðvelda. Lavrov nefndi ekkert vestrænu ríkjanna á nafn í grein sem birt var á vef rússneska utanríkisráðuneytisins.
Moskvu. AP. | Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gagnrýndi í gær afskipti vestrænna ríkja af innanríkismálum fyrrverandi sovétlýðvelda.

Lavrov nefndi ekkert vestrænu ríkjanna á nafn í grein sem birt var á vef rússneska utanríkisráðuneytisins. Ummælin endurspegla gremju stjórnvalda í Moskvu út í Bandaríkin og fleiri vestræn lönd vegna tilrauna þeirra til að auka áhrif sín í grannríkjum Rússlands. Rússneskir embættismenn og þingmenn hafa látið í ljósi áhyggjur af þessu og sakað vestræn ríki um að hafa hvatt til fjöldamótmæla sem urðu til þess að stjórnarandstæðingar komust til valda í Georgíu, Úkraínu og Kirgistan.

"Það er furðulegt þegar mótmælendur leita eftir stuðningi erlendra þjóðhöfðingja fremur en samlanda sinna," sagði Lavrov. "Það er engin furða að ástandið skuli ekki batna eftir slíkt umrót heldur þvert á móti aðeins versna."