Þau Harry, Ron og Hermione eru afar vinsæl um þessar mundir.
Þau Harry, Ron og Hermione eru afar vinsæl um þessar mundir. — Reuters
KVIKMYNDIN Harry Potter og eldbikarinn fékk mesta aðsókn í bíóhúsum í Bandaríkjunum um helgina en myndin hefur verið í efsta sæti aðsóknarlistans undanfarnar þrjár vikur. Vísindaskáldsagan Aeon Flux , með Charlize Theron í aðalhlutverki, fór beint í 2.
KVIKMYNDIN Harry Potter og eldbikarinn fékk mesta aðsókn í bíóhúsum í Bandaríkjunum um helgina en myndin hefur verið í efsta sæti aðsóknarlistans undanfarnar þrjár vikur. Vísindaskáldsagan Aeon Flux , með Charlize Theron í aðalhlutverki, fór beint í 2. sætið en tekjur af myndinni námu aðeins 13,1 milljón dala sem þykir lítið enda kostaði myndin 60 milljónir í framleiðslu. Tekjur af Harry Potter námu 20,5 milljónum og alls hefur myndin aflað 229,8 milljóna dala vestanhafs.

Myndin Aeon Flux var ekki sýnd gagnrýnendum fyrir fram en kvikmyndaver hafa þann hátt á þegar þau óttast slæma dóma. Theron, sem fékk Óskarsverðlaunin á síðasta ári, hefur átt frekar erfitt uppdráttar að undanförnu. Myndin North Country , sem hún lék aðalhlutverk í, var frumsýnd í október en hefur aðeins aflað 18 milljóna dala.

Kvikmyndin Walk the Line , sem fjallar um ævi tónlistarmannsins Johnny Cash, fór niður í 3. sætið. Þau Joaquin Phoenix og Reese Witherspoon leika aðalhlutverkin. Gamanmyndin Yours, Mine & Ours fór niður í 4. sæti og gamanmyndin Just Friends fór upp í 5. sæti.

Í næstu sætum voru myndirnar, Pride and Prejudice , Rent , Chicken Little , Derailed og In the Mix .