HJÁ Skjaldborg er komin út skáldsagan Iðunn - Sagan um Valhöll , eftir Johanne Hildebrandt . Guðrún Bjarkadóttir þýddi. Svartsóttin fer eins og eldur í sinu um veröldina og leggst á æsi jafnt sem vani. Þór er ráðalaus þegar æsirnir deyja hver af öðrum.
HJÁ Skjaldborg er komin út skáldsagan Iðunn - Sagan um Valhöll , eftir Johanne Hildebrandt . Guðrún Bjarkadóttir þýddi.

Svartsóttin fer eins og eldur í sinu um veröldina og leggst á æsi jafnt sem vani. Þór er ráðalaus þegar æsirnir deyja hver af öðrum. Enginn getur aflétt bölvuninni nema Freyja, hofgyðjan sem hann elskaði fyrrum. Saman geta þau bjargað þjóðum sínum frá tortímingu. En Freyja hefur breyst og hún vill ekki leggja honum lið. Aðeins Iðunn, dóttir þeirra, getur talið henni hughvarf.

Iðunn er annar hlutinn í þrískiptum sagnabálki Johanne Hildebrandt um líf fólks á bronsöld, framhald af Freyju sem þegar hefur komið út á íslensku. Þetta er ótrúlega spennandi saga um heitar þrár, myrka galdra, illsku, móðurástina og dauðann. Höfundur notar fornar goðsagnir og minni en einnig nýlegar uppgötvanir fornleifafræðinnar til að skapa veröld fólks sem síðar varð að guðum þeim og gyðjum sem forfeður okkar trúðu á í heiðni, Freyju, Óðni, Þór, Frey, Loka og öðrum íbúum Valhallar.

Bókin er 380 bls.