MAÐURINN sem úrskurðaður hafði verið í gæsluvarðhald vegna líkamsárásar á Laugavegi aðfaranótt laugardags játaði í gær þær sakir sem á hann eru bornar.
MAÐURINN sem úrskurðaður hafði verið í gæsluvarðhald vegna líkamsárásar á Laugavegi aðfaranótt laugardags játaði í gær þær sakir sem á hann eru bornar. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn, segir að málið liggi ljóst fyrir og því hafi ekki verið þörf á að halda manninum lengur, en maðurinn hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 7. desember.

Maðurinn sem varð fyrir árásinni lá meðvitundarlaus í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi þangað til í gær. Er hann á hægum batavegi að sögn vakthafandi læknis og laus úr öndunarvél.