— Morgunblaðið/Árni Sæberg
VERSLUNIN Vísir við Laugaveg fagnaði 90 ára afmæli í gærdag og af því tilefni var viðskiptavinum boðið upp á lifandi tónlist og veitingar.
VERSLUNIN Vísir við Laugaveg fagnaði 90 ára afmæli í gærdag og af því tilefni var viðskiptavinum boðið upp á lifandi tónlist og veitingar. Þórir Sigurbjörnsson, eigandi Vísis, sem rekið hefur verslunina frá árinu 1959 var ánægður með afmælisdaginn og sagði nokkur hundruð manns hafa litið við.

Það voru Guðmundur Ásgeirsson og Sigurbjörn Þorkelsson sem stofnuðu Vísi árið 1915 og ráka verslunina saman þar til árið 1943 er hún var seld til Sigurbjarnar Björnssonar. Sigurbjörn stóð bakvið búðarborðið þar til hann féll frá árið 1957 en þá tók fjölskylda hans við rekstrinum áður en Þórir, sonur hans, tók alfarið við tveimur árum síðar. Þórir eignaðist verslunina árið 1974.