Bergþór Pálsson söngvari.
Bergþór Pálsson söngvari.
HINIR árlegu aðventu- og jólatónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar verða í Hásölum í kvöld og annað kvöld, báða dagana kl. 20. Stjórnandi Kammerkórsins er Helgi Bragason.

HINIR árlegu aðventu- og jólatónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar verða í Hásölum í kvöld og annað kvöld, báða dagana kl. 20. Stjórnandi Kammerkórsins er Helgi Bragason. Að venju fær kórinn góða gesti til sín en það eru Bergþór Pálsson, baríton, og Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanóleikari.

Efnisskráin er fjölbreytt. Bergþór syngur valin lög ásamt Ástríði. Ástríður leikur þrjú kóralforspil eftir J.S. Bach. Í hléinu verður borið fram kaffi og konfekt og eftir hlé verður tónleikagestum komið í jólaskap.

Aðgangseyrir er kr. 1.500, en 1.000 fyrir nemendur og eldri borgara.