TVÖ af aðildarfélögum Landssambands kúabænda (LK), Mjólkurbú Borgfirðinga og Félag kúabænda á Suðurlandi, hafa sent Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra bréf í tengslum við uppgjörsmál mjólkur vegna tilkomu Mjólku ehf.

TVÖ af aðildarfélögum Landssambands kúabænda (LK), Mjólkurbú Borgfirðinga og Félag kúabænda á Suðurlandi, hafa sent Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra bréf í tengslum við uppgjörsmál mjólkur vegna tilkomu Mjólku ehf.

Þar kemur fram að vegna kaupa Mjólku á mjólk af handhafa greiðslumarks í mjólk sé Mjólka tvímælalaust afurðastöð í skilningi búvörulaga og falli þar með undir ákvæði þeirra, en þetta kemur fram á vefsíðu LK.

Telja félögin hins vegar að vafi kunni að leika á því hvernig farið verði með innlegg sem þetta við magnuppgjör og fjárhagslegt uppgjör mjólkurinnleggs í lok verðlagsárs. "Sérstaklega á þetta við ef hlutaðeigandi leggur inn mjólk umfram greiðslumark sitt."