— Morgunblaðið/Ómar
Í TENGSLUM við árveknisátak um brjóstakrabbamein í haust seldi Aveda-búðin í Kringlunni og hárgreiðslustofan Unique á Laugavegi í Reykjavík handáburð frá Aveda í sérstökum umbúðum til að gefa viðskiptavinum Aveda kost á að styðja baráttuna gegn þessum...
Í TENGSLUM við árveknisátak um brjóstakrabbamein í haust seldi Aveda-búðin í Kringlunni og hárgreiðslustofan Unique á Laugavegi í Reykjavík handáburð frá Aveda í sérstökum umbúðum til að gefa viðskiptavinum Aveda kost á að styðja baráttuna gegn þessum sjúkdómi. Handáburðurinn var merktur bleikri slaufu og var með bleikum tappa.

Nýlega var allur ágóðinn, eitt hundrað þúsund krónur, afhentur til Samhjálpar kvenna, sem eru samtök til stuðnings konum sem greinast með brjóstakrabbamein. Verður gjöfin notuð til að efla samstarf við Europa Donna, sem eru Evrópusamtök félaga sem berjast gegn brjóstakrabbameini, segir í fréttatilkynningu.

Á myndinni eru Hrönn Helgadóttir eigandi Jafnvægis, sem er með umboð fyrir Aveda á Íslandi, Guðný Rún Rúnarsdóttir og Elma Dögg Gonzales starfsmenn Aveda-búðarinnar í Kringlunni og Sigrún Pétursdóttir sem er í stjórn Samhjálpar kvenna.