Skúli Thoroddsen meðal íslenskra og danskra þingmanna við danska ríkisþinghúsið við Bredgade 29. júlí. Hann stendur til vinstri en fyrir framan hann er Þórhallur Bjarnason.
Skúli Thoroddsen meðal íslenskra og danskra þingmanna við danska ríkisþinghúsið við Bredgade 29. júlí. Hann stendur til vinstri en fyrir framan hann er Þórhallur Bjarnason.
Rangt nafn Rangt var farið með nafn Erlu Sigurlaugar Sigurðardóttur í umfjöllun um jól hjá skilnaðarfjölskyldum í Tímariti Morgunblaðsins síðastliðna helgi. Er beðist velvirðingar á þessu.

Rangt nafn

Rangt var farið með nafn Erlu Sigurlaugar Sigurðardóttur í umfjöllun um jól hjá skilnaðarfjölskyldum í Tímariti Morgunblaðsins síðastliðna helgi. Er beðist velvirðingar á þessu.

Flugfélag Íslands er styrktaraðili

Ekki var getið um þátt Flugfélags Íslands, sem eins styrktaraðila skákfélagsins Hróksins í frásögn blaðsins af skákmönnum sem héldu til Grænlands sl. laugardag. Flugfélag Íslands hefur í þrjú ár styrkt Hrókinn og var félaginu afhent forláta skákborð á laugardaginn sem þakklætisvottur fyrir stuðninginn og var mynd tekin við það tækifæri um leið og Hróksmenn héldu áleiðis til Grænlands.

Rangur myndatexti

Rangur myndatexti var birtur með einni mynd í birtingu á kafla úr bókinni Ég elska þig stormur eftir Guðjón Friðriksson. Birtist myndin hér aftur með réttum texta. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.