Lagt á 7.000 fermetra Margar hendur vinna létt verk.
Lagt á 7.000 fermetra Margar hendur vinna létt verk. — Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Neskaupstaður | Nemendur níunda bekkjar Nesskóla bættu heldur betur við ferðasjóð sinn nú á dögunum þegar þeir tóku að sér að leggja einangrun og járnagrindur undir 7000 fermetra gólfplötu stóru frystigeymslunnar sem verið er að reisa á hafnarsvæðinu í...
Neskaupstaður | Nemendur níunda bekkjar Nesskóla bættu heldur betur við ferðasjóð sinn nú á dögunum þegar þeir tóku að sér að leggja einangrun og járnagrindur undir 7000 fermetra gólfplötu stóru frystigeymslunnar sem verið er að reisa á hafnarsvæðinu í Neskaupstað. Krakkarnir, með aðstoð foreldra, voru um tvo daga að ljúka verkinu og uppskáru laun erfiðis síns eða nálægt einni milljón króna sem fara í ferðasjóð þeirra.