Fimm efstu pörin á minningarmótinu um Gísla Torfason sem fram fór á Suðurnesjum um helgina. Frá vinstri: Hermann Lárusson, Ragnar Magnússon, Þröstur Ingimarsson, Páll Valdimarsson, Páll Þórsson, Hermann Friðriksson, Ómar Olgeirsson, Guðjón Sigurjónsson, Karl G. Karlsson og Gunnlaugur Sævarsson.
Fimm efstu pörin á minningarmótinu um Gísla Torfason sem fram fór á Suðurnesjum um helgina. Frá vinstri: Hermann Lárusson, Ragnar Magnússon, Þröstur Ingimarsson, Páll Valdimarsson, Páll Þórsson, Hermann Friðriksson, Ómar Olgeirsson, Guðjón Sigurjónsson, Karl G. Karlsson og Gunnlaugur Sævarsson. — Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
SL. SUNNUDAG var haldið vel heppnað minningarmót um Gísla Torfason í félagsheimilinu á Mánagrund í Keflavík. Rósa Sigurðardóttir ekkja Gísla hélt stutta tölu í upphafi, bauð spilara velkomna og setti síðan mótið.
SL. SUNNUDAG var haldið vel heppnað minningarmót um Gísla Torfason í félagsheimilinu á Mánagrund í Keflavík. Rósa Sigurðardóttir ekkja Gísla hélt stutta tölu í upphafi, bauð spilara velkomna og setti síðan mótið.

Ómar Olgeirsson og Páll Þórsson sigruðu nokkuð sannfærandi eftir brösótta byrjun en þeir fengu 13 mínusstig í fyrstu umferðinni. Eftir það lá leiðin upp á við hjá þeim félögum og tóku þeir forystuna í 9. umferð sem þeir héldu til loka en alls voru spilaðar 11 umferðir.

Lokastaða efstu para varð annars þessi:

Ómar Olgeirsson - Páll Þórsson 191

Ragnar Magnúss. - Páll Valdimarss. 167

Hermann Láruss. - Þröstur Ingimars. 163

Hermann Friðriks. - Guðjón Sigurjóns. 124

Karl G. Karlss. - Gunnlaugur Sævarss.120

Sveinn R. Eiríkss. - Júlíus Sigurjónss. 107

Garðar Garðarss. - Kristján Kristjánss. 98

Mótið þótti takast mjög vel í alla staði. Veitt voru peningaverðlaun fyrir 5 efstu sætin og auk þess var dreginn út fjöldi vinninga þar sem allir spilarar, starfsmenn og einn gesta voru í pottinum. Svo skemmtilega vildi til að gesturinn og keppnisstjórinn voru meðal sigurvegaranna.

Björgvin Már Kristinsson sá um keppnisstjórn og útreikning auk þess að hlaupa í skarðið fyrir yfirlögregluþjóninn þegar kanadísk flugvél kom inn til lendingar á einum hreyfli með hátt á þriðja hundrað farþega. Þá má og geta þess að keppnisstjórinn lagði línurnar í upphafi móts þegar hann sagði einu reglu mótsins þá að spilarar hefðu gaman af keppninni. Gekk það eftir.

Suðurnesjamenn stýrðu mótinu af krafti og var auðséð bæði á stjórnendum og keppendum að allir vildu hafa minningu Gísla Torfasonar í hávegum.