EIGNARHLUTUR Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka hf. í finnska flugfélaginu Finnair er orðinn 10,7% eftir kaup á 1% hlut í félaginu í gær. Heildarfjárfestingar félagsins í Finnair nema um átta milljörðum króna.

EIGNARHLUTUR Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka hf. í finnska flugfélaginu Finnair er orðinn 10,7% eftir kaup á 1% hlut í félaginu í gær. Heildarfjárfestingar félagsins í Finnair nema um átta milljörðum króna.

Samkvæmt upplýsingum sem Finnair sendi frá sér í gær hefur Straumur-Burðarás aukið hlut sinn úr 8,7% frá því í október í 10,7% með kaupunum nú. Finnska ríkið á 57% hlut í félaginu sem flýgur til 40 áfangastaða um heim allan auk annarra leiða innanlands. Spurður um viðskiptin sagði Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums-Burðaráss, að Finnair væri álitlegur fjárfestingakostur. "Það hefur gengið mjög vel hjá þeim að undanförnu og við lítum á þetta sem góða fjárfestingu fyrir bankann," sagði hann. "Félagið hefur skilað okkur góðum arði hingað til og við erum bjartsýnir vegna fjárfestingar í félaginu."