* READING sigraði Brighton 5:1 á heimavelli í ensku 1.deildinni í knattspyrnu. Ívar Ingimarsson spilaði allan leikinn með Reading en Brynjar Björn Gunnarsson kom inn á sem varamaður í liði Reading á 73. mín.
*LEEDS United
tapaði 0:1 á heimavelli fyrir Cardiff en Gylfi Einarsson var ekki í leikmannahópi Leeds United vegna meiðsla.* STEVE Bruce knattspyrnustjóri Birmingham getur andað aðeins léttar eftir 1:0 sigur liðins gegn Fulham en þrátt fyrir sigurinn er Birmingham í þriðja neðsta sæti með 12 stig. Þetta var fyrsti sigur liðsins á heimavelli, en það var Nicky Butt sem skoraði eina mark leiksins. Heiðar Helguson var á varamannabekk Fulham en það vakti athygli að Steve Coleman knattspyrnustjóri Fulham gerði engar breytingar á liðinu á meðan leiknum stóð og notaði ekki varamenn liðsins.
* BRYAN Robson var gríðarlega ánægður með 2:0 sigur WBA gegn Manchester City þar sem Diomansy Kamara skoraði fyrsta deildarmark sitt fyrir félagið og varamaðurinn Kevin Campbell bætti við öðru marki. WBA er nú fjórum stigum frá þriðja neðsta sæti deildarinnar og sagði Robson að lið hans hefði ekki leikið betur á keppnistímabilinu.
* BAYERN München er "vetrarmeistari" í þýsku 1. deildinni en liðið verður í efsta sæti fyrir vetrarfríið sem gert verður eftir næstu helgi á deildarkeppninni en ekkert verður leikið fram í febrúar. Í gær vann Bayern München lið Kaiserslautern , 2:1, en Oliver Kahn markvörður Bayern tryggði liðinu sigur með því að verja vítaspyrnu. Þetta er áttundi leikurinn í röð sem Bayern vinnur á heimavelli og er liðið fjórum stigum fyrir ofan Hamborg þegar aðeins ein umferð er eftir á þessu ári. Bayern var einnig í efsta sæti á þessum tíma fyrir ári en liðið var þýskur meistari í 19. sinn sl. vor og stefnir hraðbyri að þeim 20. Werder Bremen sem varð meistari fyrir tveimur árum er sex stigum á eftir Bayern þrátt fyrir að hafa tapað 4:1 gegn Köln .
* FÁTT virðist geta stöðvað Juventus í ítölsku deildinni í knattspyrnu en í gær vann liðið Cagliari 4:1. Þetta var 14. sigurleikur liðsins í 15 leikjum en sem stendur er liðið með 10 stiga forskot. Pavel Nedved skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Juventus en franski framherjinn David Trezeguet skoraði tvívegis og hefur hann skorað 13 mörk í deildinni. Fiorentina sigraði Treviso , 1:0, og er Fiorentina 10 stigum á eftir Juventus . Fabio Capello þjálfari Juventus segir að enn sé of snemmt að fagna meistaratitlinum.