BAUGUR Group er nefndur sem hugsanlegur kaupandi á hlutabréfum í bresku verslanakeðjunni Woolworths í frétt á fréttavefnum Timesonline .
BAUGUR Group er nefndur sem hugsanlegur kaupandi á hlutabréfum í bresku verslanakeðjunni Woolworths í frétt á fréttavefnum Timesonline . Þar segir að mikil viðskipti hafi verið með hlutabréf félagsins og það hafi komið af stað orðrómi um að Baugur sé hugsanlegur kaupandi. Talsmaður félagsins vildi ekkert tjá sig um þessa frétt.