BANDARÍSKA leikfangaverslunarkeðjan Build-A-Bear á í viðræðum um kaup á bresku leikfangaverslunarkeðjunni Bear Factory, sem er í eigu Baugs Group .

BANDARÍSKA leikfangaverslunarkeðjan Build-A-Bear á í viðræðum um kaup á bresku leikfangaverslunarkeðjunni Bear Factory, sem er í eigu Baugs Group . Í frétt Timesonline segir að kaupverðið sé áætlað um 25 milljónir punda, jafnvirði rúmlega 2,8 milljarðar íslenskra króna. Baugur eignaðist Bear Factory við kaup á leikfangaverslunarkeðjunni Hamleys fyrir rúmum tveimur árum. Build-A-Bear og Bear Factory eru með svipaða starfsemi á Bretlandi. Bear Factory rekur um 30 verslanir á Bretlandseyjum og nema sölutekjur um 25 milljónum punda. Sölutekjur Build-A-Bear eru um 300 milljónir dala en fyrirtækið rekur alls yfir 300 verslanir víða um heim.

Mun Baugur vilja selja Bear Factory svo fyrirtækið geti einbeitt sér að stækkun Hamleys.