Alla daga til jóla verður lesið upp úr nýjum spennu- og glæpasögum ásamt nokkrum skuggalegum lífsreynslusögum og skáldsögum í Þjóðmenningarhúsinu.

Alla daga til jóla verður lesið upp úr nýjum spennu- og glæpasögum ásamt nokkrum skuggalegum lífsreynslusögum og skáldsögum í Þjóðmenningarhúsinu. Höfundarnir koma sjálfir og lesa upp í bókasal hússins, gamla lestrarsal Landsbókasafnsins og hefst lesturinn kl. 12.15. Undantekning frá þessu er á Þorláksmessu en þá les Ingvar E.Sigurðsson leikari úr verki Arnaldar Indriðasonar en Ingvar leikur einmitt Erlend, söguhetjuna í bókum Arnaldar, í kvikmynd sem verið er að gera eftir Mýrinni. Dagskráin er á þessa leið:

12. des.: Súsanna Svavarsdóttir - Dætur hafsins

13. des.: Árni Þórarinsson - Tími nornarinnar

14. des.: Yrsa Sigurðardóttir - Þriðja táknið

15. des.: Ævar Örn Jósepsson - Blóðberg

16. des.: Þráinn Bertelsson - Valkyrjur

17. des.: Hreinn Vilhjálmsson - Bæjarins verstu

18. des.: Guðrún Eva Mínervudóttir - Yosoy - Af líkamslistum og hugarvíli í hryllingsleikhúsinu við Álafoss

19. des.: Viktor Arnar Ingólfsson - Afturelding

20. des.: Stefán Máni - Túristi

21. des.: Reynir Traustason - Skuggabörn

22. des.: Jón Hallur Stefánsson - Krosstré

23. des.: Arnaldur Indriðason - Vetrarborgin - Ingvar E. Sigurðsson les

Óknyttalegt tilboð á blóðrauðri rauðrófusúpu eða súpu dagsins á veitingastofunni Matur og menning alla dagana.