HLEYPT hefur verið af stokkunum átaki sem ætlað er að vekja foreldra og börn til vitundar annars vegar um mismunandi eðli tölvuleikja og hins vegar þær aldursflokka- og innihaldsmerkingar leikjanna sem í notkun eru hér á landi.

HLEYPT hefur verið af stokkunum átaki sem ætlað er að vekja foreldra og börn til vitundar annars vegar um mismunandi eðli tölvuleikja og hins vegar þær aldursflokka- og innihaldsmerkingar leikjanna sem í notkun eru hér á landi.

Nokkrir aðilar standa í sameiningu að þessu verkefni, en þeir eru Samfélag, fjölskylda og tækni (SAFT), Samtök myndrétthafa á Íslandi (Smáís) og landssamtökin Heimili og skóli. SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni er vakningarátak um jákvæða og örugga notkun íslenskra barna og unglinga á netinu og tengdum miðlum.

Greint er frá því í vefriti menntamálaráðuneytisins að ráðuneytið fékk styrk frá Evrópusambandinu til verkefnisins en fól Heimili og skóla - landssamtökum foreldra að sjá alfarið um rekstur og framkvæmd þess. SAFT verkefnið er unnið innan aðgerðaáætlunar Evrópusambandsins um örugga tölvu- og netnotkun og í samstarfi við samskonar verkefni í öðrum löndum Evrópu.