* DAGUR Sigurðsson skoraði sjö mörk þegar liðið sem hann þjálfar og leikur með, Bregenz , vann Wolfhose West Wien , 37:34, í austurrísku 1. deildinni í handknattleik í gær.

* DAGUR Sigurðsson skoraði sjö mörk þegar liðið sem hann þjálfar og leikur með, Bregenz , vann Wolfhose West Wien , 37:34, í austurrísku 1. deildinni í handknattleik í gær. Bregenz er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar, hefur 28 stig að loknum 15 leikjum.

* HALLDÓR J. Sigfússon og samherjar hans hjá Tusem Essen unnu í gær sinn 15. leik í 3. deild þýska handknattleiksins. Þá lagði Essen liðsmenn DJK Unitas Haan , 34:25, á heimavelli.

* KRISTINN Björgólfsson og lið hans Runar í Noregi tapaði í gær fyrir Jugopetrol Zeleznicar frá Serbíu , 31:32, á heimavelli Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik. Runar er þar með úr leik.

* REAL Madrid vann Malaga í spænsku deildinni í knattspyrnu í gær, 2:0, en Sergio Ramos og Robinho skoruðu mörkin. Þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Juan Ramon Lopez Caro sem nýverið tók við sem þjálfari liðsins.

* ÞÆR sögur gerast háværari á Spáni, Roy Keane, 34 ára, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, sé á leiðinni til Real Madrid og leiki þá á ný við hliðina á David Beckham. Juan Ramon Lopez Caro hefur mikinn hug á að fá Keane til að þétta miðjuna hjá Real.

* LEBRON James leikmaður Cleveland skoraði 52 stig gegn Milwaukee og er það mesta stigaskor leikmanns í deildinni í vetur en það dugði ekki til þar sem Milwaukee vann leikinn 111:106. James hitti 19 af alls 29 skotum sínum utan af velli en hann skoraði fimm 3 stiga körfur úr 9 tilraunum.

*RON Artest framherji NBA-liðsins Indiana Pacers í körfuknattleik sagði í gær að hann ætlaði að fara fram á það að félagið myndi leita eftir því að finna annað lið sem hann gæti leikið með í framtíðinni.

* ARTEST sem er næststigahæsti leikmaður liðsins með um 20 stig að meðaltali í leik komst í heimsfréttirnar fyrir ári er hann var úrskurðarður í 73 leikja bann eftir slagsmál við áhorfanda í Detroit . "Ég held að liðinu muni ganga betur án mín og ég mun því fara fram á að fá tækifæri til þess að byrja upp á nýtt með öðru liði. Atvikið í Detroit fylgir mér á meðan ég er leikmaður Pacers en ég vil fá tækifæri til þess að byrja frá grunni hjá öðru liði," sagði Artest m.a. í gær en orð hans komu framkvæmdastjóra liðsins í opna skjöldu.