ÍSLENDINGALIÐIÐ Skjern, sem Aron Kristjánsson þjálfar og þrír íslenskir handknattleiksmenn leika með, tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik í gær þegar það lagði pólska liðið Wisla Plock, 30:26, á heimavelli á Jótlandi í Danmörku. Skjern vann einnig fyrri leikinn, þá með tveimur mörkum. Skjern var með fimm marka forystu í háfleik, 16:11.
Vilhjálmur Halldórsson, landsliðsmaður, var fluttur af leikvelli í fyrri hálfleik eftir að hafa lent í harkalegu samstuði við einn leikmann Wisla. Talið var í gær að Vilhjálmur væri nefbrotinn.
Skjern hafði forystu í leiknum allan leikinn, mest sjö mörk. Vignir Svavarsson skoraði fjögur mörk fyrir Skjern og Jón Jóhannsson þrjú. Vilhjálmur hafði ekki skorað mark þegar hann varð að hætta þátttöku í leiknum.