Borgarnes Verið er að rífa gamla söluskála Esso í Borgarnesi og húsnæði smurstöðvar og dekkjaverkstæðis fer sömu leið á næstunni. Á lóðinni verður síðan byggt sex hæða fjölbýlishús með 33-36 íbúðum. Efst verða stórar útsýnisíbúðir með miklum svölum.
Borgarnes
Verið er að rífa gamla söluskála Esso í Borgarnesi og húsnæði smurstöðvar og dekkjaverkstæðis fer sömu leið á næstunni. Á lóðinni verður síðan byggt sex hæða fjölbýlishús með 33-36 íbúðum. Efst verða stórar útsýnisíbúðir með miklum svölum.
Flugstöðin
Vinna við stækkun norðurbyggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli með viðbyggingu til suðurs er hafin. Jafnframt verður önnur hæðin endurskipulögð og lögð öll undir þjónustu við flugfarþega. Brottfararsalurinn stækkar um meira en helming við þessar breytingar.
Kópavogstún
Dýrustu lóðirnar sem auglýstar voru til umsóknar í Kópavogstúni nýverið voru fimm sjávarlóðir við Kópavog, en hver þeirra kostar 17,1 millj. kr. Alls bárust rúmlega 750 umsóknir vegna byggingarréttar á lóðum við Kópavogstún.
Akureyri
Í húsinu Hafnarstræti 81 á Akureyri, sem áður hýsti starfsemi Tónlistarskólans og Náttúrugripasafnsins er búið að innrétta 25 íbúðir, þar af 14 stúdíóíbúðir, eina 3ja herb. íbúð og tíu 2ja herb.íbúðir. Húsið er á fimm hæðum og um 1.500 ferm. með sameign.
Hótel
Tíu fjárfestar hafa keypt húsnæði Radisson SAS hótelsins í Frankfurt í Þýskalandi fyrir 967 millj. danskra kr., jafnvirði um 9,8 milljarða ísl. kr. Það er danska fasteignafélagið Keops, sem hefur milligöngu um kaupin fyrir hönd fjárfestanna. Baugur Group á 30% hlut í Keops.
Hveragerði
Tillaga að aðalskipulagi Hveragerðis 2005-2017 er nú í auglýsingu. Athugasemdum skal skilað til Hveragerðisbæjar eigi síðar en 19. janúar nk. og skulu þær vera skriflegar.