JÓN Páll Sigmarsson, kraftlyftinga-, aflrauna- og vaxtarræktarmaður, sem lést árið 1993, er enn í miklum metum hjá Íslendingum. Hann varð efstur í könnun þar sem m.a. var spurt um viðhorf til íþróttamanna og -kvenna sem eru hætt að stunda sína íþrótt.
JÓN Páll Sigmarsson, kraftlyftinga-, aflrauna- og vaxtarræktarmaður, sem lést árið 1993, er enn í miklum metum hjá Íslendingum. Hann varð efstur í könnun þar sem m.a. var spurt um viðhorf til íþróttamanna og -kvenna sem eru hætt að stunda sína íþrótt. Jón Páll var efstur á lista þegar spurt var: Hvaða íslenski fyrrum afreksmaður í íþróttum er mest í metum hjá þér? en alls svöruðu 800 þeirri spurningu á Íslandi og fékk Jón Páll rúmlega 14% atkvæða. Það vekur einnig athygli að aðeins tvær konur eru á lista yfir þá 16 sem fengu atkvæði. | Íþróttir B1