LANDSLIÐ bakarameistara kom saman í sýningarsal Toyota á Nýbýlavegi 4 í Kópavogi á laugardag og fagnaði nýjum Yaris með því að reisa stærsta piparkökubílskúr Íslands.
Hefðin hefur hingað til verið sú að reisa piparkökuhús, en vissulega er góður bílskúr nauðsynlegur öllum bíleigandi mektarfjölskyldum.
Landsliðið, sem er nýkomið úr mikilli frægðarför til Basel í Þýskalandi, þar sem það vann til silfurverðlauna í keppni við marga hæst skrifuðu bakarameistara heims, bakaði smákökur á staðnum sem gestir gæddu sér á og fengu um leið góð ráð um það hvernig haga bæri jólabakstrinum.