BRESKA tískuvörukeðjan French Connection hefur greint frá því að hagnaður félagsins á árinu verði ekki eins mikill og áætlanir gerðu ráð fyrir, eða 11 til 14 milljónir punda, jafnvirði um 1,2 til 1,6 milljarða króna.

BRESKA tískuvörukeðjan French Connection hefur greint frá því að hagnaður félagsins á árinu verði ekki eins mikill og áætlanir gerðu ráð fyrir, eða 11 til 14 milljónir punda, jafnvirði um 1,2 til 1,6 milljarða króna. Fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir um 20 milljóna punda hagnaði fyrir skatta, en það svarar til um 2,3 milljarða króna. Frá þessu er greint á fréttavef Reuters -fréttastofunnar.

Gengi hlutabréfa French Connection í kauphöllinni í London lækkaði um rúm 5% í kjölfar tilkynningar félagsins, sem Baugur á 14% hlut í. Orðrómur hefur verið um það í Bretlandi að Baugur ætli að taka yfir félagið.