RAFAEL Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að liðið hafi aldrei leikið betur undir hans stjórn en liðið sigraði Middlesbrough 2:0 á laugardag og er liðið nú 12 stigum á eftir efsta liði deildarinnar, Chelsea.

RAFAEL Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að liðið hafi aldrei leikið betur undir hans stjórn en liðið sigraði Middlesbrough 2:0 á laugardag og er liðið nú 12 stigum á eftir efsta liði deildarinnar, Chelsea. Þetta var í sjöunda sinn í röð sem Liverpool leggur "Boro" að velli í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool jafnaði einnig félagsmet með því að halda hreinu í 10. leiknum í röð og geta leikmenn yljað sér við þá staðreynd næstu dagana þar sem liðið leikur í heimsmeistarakeppni félagsliða í Japan hvar liðið leikur fjóra leiki.

"Það er mikilvægt að liðið gefi ekki færi á sér og fái ekki á sig mörk. Okkur er að takast það og ég tel að undanfarna tvo mánuði hafi liðið tekið vel við sér og við erum á réttri leið," sagði Benítez.

Fernando Morientes skoraði bæði mörkin fyrir Liverpool en Spánverjinn hefur átt erfitt uppdráttar hjá félaginu frá því hann var keyptur til liðsins í janúar á þessu ári enda hafði hann aðeins skorað eitt deildarmark fyrir Liverpool.