Santiago. AFP. | Þegar búið er að telja rúmlega helming atkvæða í forsetakosningunum í Chile í gær var sósíalistinn Michelle Bachelet efst með 45,7% atkvæða. Sigri Bachelet, sem er 54 ára og frambjóðandi vinstri- og miðjumanna, verður hún fyrst kvenna til að verða forseti landsins.
Hægrimennirnir Sebastian Pinera og Joaquin Lavin, voru með 25,8% og 23,3%. Fái enginn frambjóðenda 50% greiddra atkvæða verður kosið á ný á milli tveggja þeirra efstu og ætla karlarnir tveir þá að sameina kraftana gegn Michelet. Hún er afar umdeild, ekki síst vegna þess að hún er fráskilin og guðleysingi en kaþólska kirkjan er öflug í landinu eins og annars staðar í Rómönsku Ameríku.