Kabúl. AP. | Norðmenn ætla að senda orrustuþotur af gerðinni F-16 og fleiri hermenn til friðargæslustarfa í Afganistan. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, skýrði frá þessu í liðinni viku eftir fund í Kabúl með Hamid Karzai, forseta Afganistans.

Kabúl. AP. | Norðmenn ætla að senda orrustuþotur af gerðinni F-16 og fleiri hermenn til friðargæslustarfa í Afganistan. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, skýrði frá þessu í liðinni viku eftir fund í Kabúl með Hamid Karzai, forseta Afganistans.

Stoltenberg sagði að Norðmenn hygðust fjölga hermönnum sínum í friðargæsluliði Atlantshafsbandalagsins (NATO), en í því eru nú um 9.500 hermenn, þar af 330 Norðmenn. Utanríkisráðherrar NATO hafa ákveðið að fjölga í gæsluliðinu um 6.000 manns.

Stoltenberg sagði að norsku þoturnar yrðu sendar til Afganistans snemma á næsta ári og þær ættu að "tryggja öryggi" friðargæsluliða. "Við þurfum orrustuþotur til að auðvelda hermönnunum að inna verkefnið af hendi," sagði ráðherrann.