Jakob Jóhann
Jakob Jóhann
JAKOB Jóhann Sveinsson, setti sitt þriðja Íslandsmet á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug í Triesta á Ítalíu á laugardag þegar hann kom í mark í 50 m bringusundi á 28,22 sekúndum.

JAKOB Jóhann Sveinsson, setti sitt þriðja Íslandsmet á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug í Triesta á Ítalíu á laugardag þegar hann kom í mark í 50 m bringusundi á 28,22 sekúndum. Hann bætti eigið met sem hann setti á fimmtudag um 11 hundraðshluta úr sekúndu. Árangurinn nægði Jakobi í 28. sætið af 42 keppendum í undanrásum. Í gær, á lokadegi mótsins, varð Jakob í 24. sæti af 43 keppendum í 200 m bringusundi, synti á 2.12,45 mínútum sem er um tveimur sekúndum frá Íslandsmeti hans.

Ragnheiður Ragnarsdóttir hlaut 19. sætið af 34 sundkonum í 50 m skriðsundi í gær. Hún kom í mark á 25,93 sekúndum en Íslandsmet hennar er 25,63.

Anja Ríkey Jakobsdóttir hafnaði í 27. sæti af 35 keppendum í 50 m baksundi. Hún synti á 29,78 sekúndum og var nokkuð frá Íslandsmeti Kolbrúnar Ýrar Kristjánsdóttur, 29,16 sekúndur.