Gerhard Schröder
Gerhard Schröder
Berlín. AP. | Gerhard Schröder sætir nú harðri gagnrýni í Þýskalandi fyrir að hafa tekið að sér að stýra gasverkefni sem hann sjálfur samdi um við Vladímír Pútín Rússlandsforseta skömmu áður en hann lét af kanslaraembætti í Þýskalandi.

Berlín. AP. | Gerhard Schröder sætir nú harðri gagnrýni í Þýskalandi fyrir að hafa tekið að sér að stýra gasverkefni sem hann sjálfur samdi um við Vladímír Pútín Rússlandsforseta skömmu áður en hann lét af kanslaraembætti í Þýskalandi. "Það er skítalykt af þessu," sagði Reinhard Bütikofer, formaður flokks græningja, en þeir áttu í stjórnarsamstarfi við Jafnaðarmannaflokk Schröders þar til nú í haust.

Gagnrýnin á hendur Schröder víkur að því að hann kunni nú að hagnast fjárhagslega á verkefni sem hann sjálfur ýtti úr vör sem kanslari. Um er að ræða stjórnarformennsku hjá hópi orkufyrirtækja, undir forystu rússneska gasrisans Gazprom, sem leggja mun gasleiðslu milli Rússlands og Þýskalands.