"HANN bauð mér í bað með sér... svokallað kald bað þarna í óupphitaðri útilaug.

"HANN bauð mér í bað með sér... svokallað kald bað þarna í óupphitaðri útilaug. Ég þorði auðvitað ekki annað en að þiggja það, enda var ég ekki enn ráðinn," segir Benedikt Erlingsson leikari um aðdraganda þess að hann hefur nú handsalað samkomuleg um að leika í næstu kvikmynd danska leikstjórans Lars von Triers.

Að sögn Benedikts má lítið segja um efni myndarinnar að svo stöddu, annað en það, að hún fjallar um íslenska yfirtöku á stórfyrirtæki í Danmörku. "Um leið verður þetta mikil kvikmyndasaga, því Lars von Trier er að búa sér til enn nýjar reglur um hvernig gera eigi kvikmynd," segir Benedikt. | 23