RÚSSNESKA þingið, Dúman , hefur samþykkt lög sem aflétta munu banni við eignarhaldi útlendinga í olíu- og gasvinnslufyrirtækinu Gazprom.

RÚSSNESKA þingið, Dúman , hefur samþykkt lög sem aflétta munu banni við eignarhaldi útlendinga í olíu- og gasvinnslufyrirtækinu Gazprom. Gert er ráð fyrir því að efri deild þingsins samþykki lögin síðar í mánuðinum og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, staðfesti þau fyrir áramót.

Samkvæmt nýju lögunum mun rússneska ríkið ennþá eiga meirihluta í félaginu en 49,9% hlutafjár munu ganga kaupum og sölum á frjálsum markaði. Hingað til hafa einnig verið hömlur settar við því í hvaða kauphöllum megi eiga viðskipti með bréf Gazprom, en með lögunum verður þeim aflétt , að hluta til að minnsta kosti.