KAUPSAMNINGUM um eignir í fjölbýli fækkaði um 45% í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra, samkvæmt frétt frá Fasteignamati ríkisins. Heildarfjöldi kaupsamninga í nóvember dróst saman um 37% í samanburði við nóvember 2004.

KAUPSAMNINGUM um eignir í fjölbýli fækkaði um 45% í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra, samkvæmt frétt frá Fasteignamati ríkisins.

Heildarfjöldi kaupsamninga í nóvember dróst saman um 37% í samanburði við nóvember 2004. Samningum um eignir í sérbýli fækkaði um 26% og samningum um aðrar eignir en íbúðarhúsnæði fjölgaði um 64%. Samanburður á milli október og nóvember leiðir í ljós samdrátt um 6% í heildarfjölda kaupsamninga. Samningum um eignir í sérbýli fjölgaði um 27% og samningum um aðrar eignir en íbúðarhúsnæði fjölgaði um 4%. Samningum um fjölbýli fækkaði hins vegar um 12%. | Fasteignablaðið