Jólasveinninn les fyrir ungan viðskiptavin í verslun Pennans-Eymundsson á Glerártorgi.
Jólasveinninn les fyrir ungan viðskiptavin í verslun Pennans-Eymundsson á Glerártorgi. — Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
MIKIÐ hefur verið að gera hjá kaupmönnum á Akureyri undanfarið og þeir eru ánægðir með jólaverslunina. "Það var mikið að gera um helgina sem og síðustu helgi. Það byggist mikið á góðu veðri og góðri færð.
MIKIÐ hefur verið að gera hjá kaupmönnum á Akureyri undanfarið og þeir eru ánægðir með jólaverslunina. "Það var mikið að gera um helgina sem og síðustu helgi. Það byggist mikið á góðu veðri og góðri færð. Hingað kemur fólk í stórum stíl bæði austan að og vestan. Fólk skilar sér mjög vel í svona góðri tíð; alveg austan frá Fáskrúðsfirði og vestan frá Sauðárkróki," sagði Ragnar Sverrisson, formaður Kaupmannafélags Akureyrar, í samtali við Morgunblaðið í gær. "Þetta segir mér að verslanir á Akureyri standa sig vel á markaðnum og ég er mjög ánægður með það. Og það er almennt gott hljóð í mínum mönnum," sagði Ragnar.