Þetta er parhús á einni hæð, alls 190 ferm. með innbyggðum bílskúr og fallegri ræktaðri lóð. Ásett verð er 38,5 millj. kr., en húsið er í einkasölu hjá Fasteignastofunni.
Þetta er parhús á einni hæð, alls 190 ferm. með innbyggðum bílskúr og fallegri ræktaðri lóð. Ásett verð er 38,5 millj. kr., en húsið er í einkasölu hjá Fasteignastofunni.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hafnarfjörður - Fasteignastofan er nú með í einkasölu parhús við Hörgsholt 1 í Hafnarfirði. "Þetta er mjög gott og afar skemmtilega hannað parhús," segir Guðjón Árnason hjá Fasteignastofunni. "Húsið er á einni hæð, alls 190 ferm.
Hafnarfjörður - Fasteignastofan er nú með í einkasölu parhús við Hörgsholt 1 í Hafnarfirði. "Þetta er mjög gott og afar skemmtilega hannað parhús," segir Guðjón Árnason hjá Fasteignastofunni. "Húsið er á einni hæð, alls 190 ferm. og með innbyggðum bílskúr. Húsið er mjög vandað í alla staði og með parketi og flísum á öllum gólfum."

Mjög góð aðkoma er að húsinu, hellulögð gönguleið sem og bílaplan. Síðan er komið inn í rúmgóða, flísalagða forstofu með góðum skáp. Forstofuherbergi er með parketi. Þvottahús er flísalagt og þar er vaskur. Úr forstofu er komið inn í lítinn gang og strax til hægri er sjónvarpshol sem er flísalagt. Síðan er góð stofa með parketi á gólfi, en þaðan er útgangur út á timburverönd til suðurs.

Eldhúsið er mjög rúmgott, flísalagt og með vandaðri innréttingu og tækjum og þaðan er útgangur út á lítinn pall í bakgarði. Svefngangur er flísalagður. Þar eru tvö barnaherbergi, bæði með parketi. Hjónaherbergi er með parketi og góðu skápaplássi. Baðherbergið er rúmgott og glæsilegt, flísalagt í hólf og gólf, með hornbaðkari með sturtuaðstöðu, fallegri innréttingu og þakglugga.

Bílskúrinn er með hita, rafmagni og vatni og sjálfvirkum opnara. Geymsla er inn af bílskúrnum og þaðan er útgengt út í bakgarðinn. Símatenglar eru í öllum herbergjum og hátt er til lofts í nánast öllu húsinu. Í stofu eru dimmerar í ljósum.

"Þetta er afar skemmtilegt og vandað hús og hönnun þannig að það er þægilegt í umgengni," sagði Guðjón Árnason að lokum. "Lóðin er fullfrágengin, mikið ræktuð og nokkuð stór en auðveld í umhirðu." Ásett verð er 38,5 millj. kr.