Parhúsin eru með þremur herbergjum og 136 ferm. að stærð, þar af 34 ferm. svalir og þeim fylgir 70 ferm. garður. Verð er frá 17,6 millj. kr. Bæði parhús og íbúðir eru til sölu hjá fasteignasölunni Heimili.
Parhúsin eru með þremur herbergjum og 136 ferm. að stærð, þar af 34 ferm. svalir og þeim fylgir 70 ferm. garður. Verð er frá 17,6 millj. kr. Bæði parhús og íbúðir eru til sölu hjá fasteignasölunni Heimili.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fasteignasalan Heimili auglýsir nú íbúðir og parhús í hverfinu Las Vistas í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá miðbæ Torrevieja á Spáni.

Fasteignasalan Heimili auglýsir nú íbúðir og parhús í hverfinu Las Vistas í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá miðbæ Torrevieja á Spáni. "Þetta er rétt fyrir neðan golfsvæðin í Las Ramblas, Campoamor og Villamartin," segir Finnbogi Hilmarsson hjá Heimili.

Í hverfinu eru parhús með þremur herbergjum á tveimur hæðum og íbúðir með tveimur herbergjum. Parhúsin eru 136 ferm. að stærð, þar af svalir 34 ferm. og svo er 70 ferm. garður. Íbúðirnar eru ýmist á jarðhæð eða á efri hæð. Íbúðirnar á neðri hæð eru um 60 ferm., þar af er verönd 10 ferm. og auk þess fylgir þeim sérgarður, sem er 91 ferm. Íbúðirnar á efri hæð eru um 57 ferm., þar af eru svalir 7,5 ferm. og auk þess 52 ferm. þaksvalir, sem eru yfir allri íbúðinni. Húsunum er raðað upp í kringum græn opin svæði og fallega sameiginlega sundlaug og leiksvæði fyrir börn.

Íbúðirnar eru afhentar fullbúnar að utan og innan. Flísar eru á gólfum og úti á svölum og veröndum og skápar í öllum herbergjum. Bæði loftkæling og lofthitun er í öllum íbúðum ásamt þjófavarnarkerfi. Við þær íbúðir sem garður fylgir verður allt frágengið, pálmatré og gróður og sjálfvirkt vökvunarkerfi.

Verð á íbúðunum er frá 12 millj. kr. og verð á parhúsunum er frá 17,6 millj. kr., en afhending verður í desember 2006. "Byggingaraðilinn, Escudores Promotores, er mjög traust fyrirtæki, sem á sér langa og góða sögu á þessu svæði," sagði Finnbogi Hilmarsson að lokum. "Að auki hefur Heimili á söluskrá fjölda annarra eigna á Torreviejasvæðinu, bæði nýjar og notaðar eignir."