— Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
HÓLMAVÍK á Ströndum varð löggiltur verslunarstaður 1890. Kauptúnið sem þarna byggðist upp undir Kálfanesborgum innan við miðjan Steingrímsfjörð varð stærsta kauptún sýslunnar, verslunar- og þjónustumiðstöð.

HÓLMAVÍK á Ströndum varð löggiltur verslunarstaður 1890. Kauptúnið sem þarna byggðist upp undir Kálfanesborgum innan við miðjan Steingrímsfjörð varð stærsta kauptún sýslunnar, verslunar- og þjónustumiðstöð.

Samkvæmt heimildum á heimasíðu kauptúnsins mun kaupmaðurinn R.P. Riis hafa haft mest umsvif í verslun á þeim tíma en þegar hann lét þau boð út ganga að hann hygðist hætta siglingum til Hólmavíkur, gengu heimamenn í að fá annan kaupmann til staðarins og hefja þar verslun. Björn Sigurðsson, kaupmaður á Skarðsströnd í Dalasýslu, hóf verslun á staðnum 1894 og byggði þar bráðabirgðaskúr undir verslun sína sem kallaður var Langiskúr. Hann var rifinn 1950.

Sama haust lét Riis mæla út byggingarlóð á Hólmavík og Björn seldi honum verslunina í byrjun næsta árs. Næstu sumur var aðeins verslað yfir sumartímann en Riis lét síðan byggja vandað timburhús sem var allt í senn sölubúð, skrifstofa og íbúð handa verslunarstjóra árið 1897. Riis-húsið var hið glæsilegasta og stendur enn, þar er nú rekinn veitingarstaðurinn Café Riis.