MYNDBANDIÐ við lag Michaels Jacksons "Thriller" hefur verið valið besta myndaband í breskri könnun. Í öðru sæti varð Eminem myndbandið "Stan" og Madonna varð í þriðja sæti með myndband við lagið "Like a Prayer".

MYNDBANDIÐ við lag Michaels Jacksons "Thriller" hefur verið valið besta myndaband í breskri könnun. Í öðru sæti varð Eminem myndbandið "Stan" og Madonna varð í þriðja sæti með myndband við lagið "Like a Prayer". Þetta kemur fram á fréttavefnum "Breaking news".

"Thriller" myndbandið, sem er frá árinu 1983, var það fyrsta sinnar tegundar sem nýtti allt það nýjasta sem var að finna í tæknibrellum þess tíma.

Vikki Timmons, talskona bresku tónlistarstöðvarinnar The Box, sem framkvæmdi könnunina, segir myndbandið strax hafa orðið mjög vinsælt. Það hafi verið á undan sinni samtíð.

"Það er ótrúlegt að hugsa til þess, að þrátt fyrir allar þær tækninýjungar sem hafa orðið síðan þá og öll þau frábæru nýju myndbönd sem hafa verið gefin út undanfarin ár, að "Thriller" sé á toppnum," segir Timmons.

Alls tóku 7.000 manns þátt í könnun sem tónlistarstöðin lét gera, en valin voru 100 bestu myndbönd allra tíma.

Annars eru topp 10 myndböndin eftirfarandi:

Michael Jackson (Thriller)

Eminem (Stan)

Madonna (Like A Prayer)

Robbie Williams (Rock DJ)

Peter Gabriel (Sledgehammer)

Kylie Minogue (Can't Get You

Out Of My Head)

A-Ha (Take On Me)

Spice Girls (Wannabe)

Queen (Bohemian Rhapsody)

The Prodigy (Smack My Bitch

Up)

Fréttavefurinn Breaking News greinir frá þessu.