Gunnlaugur og Ívar ásamt þeim Ásgerði Marja Rivina , Jón Ivan Rivina og Þóreyju Ninu Pétursdóttur foreldrar þeirra koma frá Rússlandi en þau eru nú öll íslenskirríkisborgarar.
Gunnlaugur og Ívar ásamt þeim Ásgerði Marja Rivina , Jón Ivan Rivina og Þóreyju Ninu Pétursdóttur foreldrar þeirra koma frá Rússlandi en þau eru nú öll íslenskirríkisborgarar. — Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hverfisgatan | MÍR, eða Menningartengsl Íslands og Rússlands opnuðu nýjar höfuðstöðvar sínar á Hverfisgötu 105 á laugardaginn.
Hverfisgatan | MÍR, eða Menningartengsl Íslands og Rússlands opnuðu nýjar höfuðstöðvar sínar á Hverfisgötu 105 á laugardaginn. Þar voru meðal annarra góðra gesta þeir Gunnlaugur Einarsson og Ívar Jónsson, sem um áratugaskeið hafa haldið uppi menningarstarfsemi tengdri Rússlandi af mikilli elju. Það eru ekki síst kvikmyndasýningar MÍR sem fólk hefur sótt í gegnum tíðina, en þær hafa ætíð verið mikilvæg viðbót í þá flóru sem kvikmyndahúsin hafa sýnt. Hér eru þeir félagarnir ásamt þeim Ásgerði Marju Rivina, Jóni Ivani Rivina og Þóreyju Ninu Pétursdóttur.