Hulda Jónasdóttir.
Hulda Jónasdóttir.
Hulda Jónasdóttir, 17 ára stúlka úr Hafnar-firði, hleypur á morgun með Ólympíu-kyndilinn í gegnum borgina Como á Ítalíu. Vetrar-ólympíu-leikarnir, sem haldnir verða í borginni Tórínó, hefjast 10. febrúar.

Hulda Jónasdóttir, 17 ára stúlka úr Hafnar-firði, hleypur á morgun með Ólympíu-kyndilinn í gegnum borgina Como á Ítalíu. Vetrar-ólympíu-leikarnir, sem haldnir verða í borginni Tórínó, hefjast 10. febrúar.

Hulda er skipti-nemi í Como, en í 5 borgum hafa skipti-nemar verið fengnir til að hlaupa með kyndilinn, og átti Evrópu-búi að hlaupa í gegnum Como. Sænskur strákur hafði verið valinn, en þegar hann for-fallaðist, var Hulda valin í staðinn. Hún sagði þetta 5 mínútna hlaup eftir aðal-götunni.

"Ég er ör-lítið hrædd við að detta en ég er ekkert hrædd um að það slokkni á kyndlinum. Margir fjöl-miðlar verða við-staddir, og ég er ei-lítið hrædd um að segja ein-hverja vit-leysu við þá þó svo að ég geti bjargað mér í ítölsku," segir Hulda sem fór í við-tal með borgar-stjóranum á laugar-daginn.

Hulda sagðist ekki fá greitt fyrir að hlaupa með kyndilinn, en hún megi kaupa hann fyrir 360 evrur, sem AFS á Ítalíu ætlar að gera. "Það væri samt gaman að vera með hann í herberginu sínu," segir Hulda.