[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Frelsi og kjarkur er þemað hjá Dior vorið 2006, en í bland við munað og birtu. Vorlínan dregur svolítið dám af "tomboy"; stelputryppi eða -gopa eins og það heitir á íslensku.

Frelsi og kjarkur er þemað hjá Dior vorið 2006, en í bland við munað og birtu. Vorlínan dregur svolítið dám af "tomboy"; stelputryppi eða -gopa eins og það heitir á íslensku. Í kynningarefni er lýsing á dæmigerðri vorstúlku Dior á þá leið að hún sé með sixpensara á höfði, fallega húð, ögrandi augu og munúðarfullar varir, frjálsleg og örugg á leið út í fallegt vorið að njóta lífsins. Pastellitir eru ríkjandi, einnig glans, glimmer og glitáferð og fylgir vorlínan að venju tískustraumum í fatatískunni.

Christian Dior hafði mikið dálæti á perlum og hefur John Calliano endurvakið þær í hönnun sinni, sem byggð er á ljósum litum og mjúkri áferð. Sama er uppi á teningnum í förðuninni og speglast það í 5 lita augnskuggaboxi, annars vegar með bleikum og brúnum litum og hins vegar með bláum og grænum. Einnig tveggja lita augnskuggaboxi, sem gefur kost á leik með andstæða og villta liti. Augnumgjörðin er svo undirstrikuð með svokölluðum Style Liner í nýstárlegum litum, t.d. bleikum. Þegar Dior-vorstúlkan hefur borið á sig Dior Addict-glossið ætti henni ekkert að vera að vanbúnaði að halda út í vorið.