Jón Ingi Tómasson fæddist í Reykjavík 12. desember 1960. Hann lést þar 25. desember síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey 6. janúar.

Kveðja til þín, pabbi.

Guð gefi mér æðruleysi

til að sætta mig við það

sem ég fæ ekki breytt,

kjark til að breyta því

sem ég get breytt

og vit til að greina þar á milli.

(Reinhold Niebuhr.)

Hvíldu í friði, þinn sonur

Tómas Ingi.

Kallið þitt er komið, Jón Ingi.

Alltaf er það sárt, og hugur manns reikar.

Árið 1988 í haustmánuði kynntist ég þér í góðum bata, þú fullur af bjartsýni og ég líka. Árið 1990, 1. ágúst, fæddist sonur okkar Tómas Ingi, fallegur sólargeisli í lífi okkar. En svo skildi leiðir okkar 1991.

Þú áttir við mjög erfiðan sjúkdóm að stríða, sem heltók þig. Ég veit að þú reyndir allt, en gast ekki unnið baráttuna.

Son okkar varðveiti ég eins og ég hef gert.

Votta ég samúð móður þinni Jóhönnu, öllum systkinum, Lilju dóttur þinni og Einar Inga syni þínum.

Hvíldu í friði.

Jórunn A. Sigurðardóttir.