Margir foreldrar hafa fundið hversu ungbarnanudd fær áorkað í aukinni vellíðan, bæði barnsins og þeirra sjálfra. Í Afríkuríkinu Burkina Faso er ungbarnanudd með jurtafeiti ævaforn hefð og hefur þótt besta leiðin til að styrkja tengsl móður og barns.

Margir foreldrar hafa fundið hversu ungbarnanudd fær áorkað í aukinni vellíðan, bæði barnsins og þeirra sjálfra. Í Afríkuríkinu Burkina Faso er ungbarnanudd með jurtafeiti ævaforn hefð og hefur þótt besta leiðin til að styrkja tengsl móður og barns. Í ómunatíð hafa innfæddir líka notað jurtafeitina til að næra og vernda húð sína gegn sól og nístandi vindi.

Þessi hefð þeirra Burkina-búa varð L'Occitanie að innblæstri til að framleiða "Mom & Baby Balm", sem er 100% hreint náttúrusmyrsl og inniheldur jurtafeiti í ríkum mæli. Þótt smyrslið sé ætlað á ungbörn, benda framleiðendur á að það næri og græði húð þeirra sem eldri eru og sé sérstaklega gott fyrir þungaðar konur.

Nuddkremið fæst í L'Occitane, Laugavegi 76 og kostar 150 ml dós 2.660 kr og 50 ml dós á 1.490 kr.