Lúðvík Geirsson fæddist 21. apríl árið 1959. Hann varð stúdent frá Flensborgarskóla árið 1978 og lauk BA-prófi í íslensku og bókmenntum frá Háskóla Íslands árið 1984.

Lúðvík Geirsson fæddist 21. apríl árið 1959. Hann varð stúdent frá Flensborgarskóla árið 1978 og lauk BA-prófi í íslensku og bókmenntum frá Háskóla Íslands árið 1984. Lúðvík var blaðamaður og síðar fréttastjóri á Þjóðviljanum og formaður og síðar framkvæmdastjóri Blaðamannafélagsins frá 1988 til ársins 2000. Hann hefur verið bæjarfulltrúi í Hafnarfirði frá árinu 1994 og bæjarstjóri frá 2002. Lúðvík er kvæntur Hönnu Björk Lárusdóttur og eiga þau þrjá syni.

Lúðvík Geirsson fæddist 21. apríl árið 1959. Hann varð stúdent frá Flensborgarskóla árið 1978 og lauk BA-prófi í íslensku og bókmenntum frá Háskóla Íslands árið 1984. Lúðvík var blaðamaður og síðar fréttastjóri á Þjóðviljanum og formaður og síðar framkvæmdastjóri Blaðamannafélagsins frá 1988 til ársins 2000. Hann hefur verið bæjarfulltrúi í Hafnarfirði frá árinu 1994 og bæjarstjóri frá 2002. Lúðvík er kvæntur Hönnu Björk Lárusdóttur og eiga þau þrjá syni.

Hafnarfjarðarbær boðar til upplýsingafundar þar sem farið verður yfir framkvæmdir og útboð á vegum bæjarins. Fundurinn verður haldinn í Hafnarborg á morgun, mánudaginn 30. janúar og hefst klukkan tíu. Sams konar upplýsingafundur var haldinn í fyrra og mættu 150 manns.

Fjárfestingar bæjarins á þessu ári nema rúmum fimm milljörðum og verður rúmum 1,5 milljörðum varið í byggingarframkvæmdir, svo dæmi sé tekið. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir bæði um að ræða nýjar fjárfestingar og verkefni sem verið sé að halda áfram með.

"Nú er að hefjast mjög stórt og mikið framkvæmdaár. Varið verður á sjötta milljarð til þessara verkefna, sem er tvöföldun á kostnaði við framkvæmdir, miðað við síðasta ár. Það endurspeglar þá miklu uppbyggingu sem er hér í bænum."

Lúðvík segir mega skipta framkvæmdum í þrennt, í fyrsta lagi gatnagerð á nýbyggingarsvæðum vegna atvinnu- og íbúðarhúsnæðis fyrir rúma tvo milljarða króna. "Þarna er verið að taka fyrir mjög stór svæði og mikið lagt undir. Síðan má nefna byggingarframkvæmdir sem bæjarfélagið er að fara af stað með, en þá er aðallega átt við skóla, leikskóla og sundlaugar. Í þriðja lagi má nefna veituframkvæmdir, sem við erum að ljúka á þessu ári."

Stendur kannski til að byggja óperuhús í Hafnarfirði?

"Við erum að vinna að uppbyggingu miðbæjarins og þar er ein stór og álitleg lóð sem stendur óspjölluð í miðju bæjarins. Það eru uppi hugmyndir um að fara í framkvæmdaútboð á þeirri lóð og leita eftir hugmyndum um uppbyggingu. Ýmsir stórir aðilar hafa sýnt henni áhuga og það mun skýrast síðar á þessu ári hvað verður gert."

Hefur íbúum í Hafnarfirði fjölgað hratt upp á síðkastið?

"Íbúafjölgunin hefur verið um og yfir 3% síðustu árin, sem er langt yfir landsmeðaltali. Við erum að nálgast 23.000 íbúa og fjölgunin hefur verið á milli 500 og 1.000 á ári, sem er mikil viðbót og kallar á ýmis verkefni samhliða því."

Lúðvík segir að lokum að hlutfall ungra íbúa sé hærra í Hafnarfjarðarbæ en í nágrannasveitarfélögunum. "Það er kannski vegna þess að við erum rótgróið samfélag og verðum 100 ára kaupstaður á þarnæsta ári. Endurnýjunin er góð og mikið af barna- og fjölskyldufólki. Framtíðin er fólgin í því," segir Lúðvík Geirsson.