Stuðnings-menn Hamas fagna úrslitunum.
Stuðnings-menn Hamas fagna úrslitunum. — Reuters
Hamas-hreyfingin, flokkur íslamskra harðlínu-manna, vann stór-sigur í kosningunum meðal Palestínu-manna á miðviku-daginn og hefur mikinn meiri-hluta á þingi. Hamas fékk 76 menn kjörna af 132 þing-mönnum, en Fatah-hreyfingin fékk 43.

Hamas-hreyfingin, flokkur íslamskra harðlínu-manna, vann stór-sigur í kosningunum meðal Palestínu-manna á miðviku-daginn og hefur mikinn meiri-hluta á þingi. Hamas fékk 76 menn kjörna af 132 þing-mönnum, en Fatah-hreyfingin fékk 43. Fatah er flokkur þeirra sem hafa leitt sjálfstæðis-baráttu Palestínu-manna, lengi vel undir forystu Yassers Arafats. Ahmed Qurei, forsætis-ráðherra palestínsku heima-stjórnarinnar, og ríkis-stjórn hans hafa sagt af sér. Mahmoud Abbas, for-seti og leið-togi Fatah-hreyfingarinnar, ætlar að fá Hamas til að mynda nýja stjórn. Hann segist ætla að krefjast þess að við-ræður við Ísraela fari fram. Fatah-menn segjast ekki ætla að vera í stjórn með Hamas-hreyfingunni sem hefur framið flest hryðju-verk í Ísrael á síðustu árum og vill tor-tíma Ísraels-ríki.

Niður-staða kosninganna er mikið áfall fyrir Ísraela og getur hún ráðið miklu um kosningarnar í Ísrael í mars-lok. Ehud Olmert, forsætis-ráðherra Ísraels, segist ekki ætla að ræða við Hamas. Mushir al-Masri, sem er hátt-settur í Hamas, hefur sagt að þeir hafi ekki hug á að viður-kenna Ísrael.

Á Vestur-löndum hafa menn áhyggjur af þessum úrslitum og neita að eiga sam-skipti við ríkis-stjórn undir for-ystu Hamas nema sam-tökin láti af þeirri stefnu sinni að eyða Ísraels-ríki.