Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, og Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla.
Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, og Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla. — Morgunblaðið/RAX
VONIR standa til að hægt verði að taka fyrstu skóflustungu að menningar- og fræðasetri á Hólum í ágúst á þessu ári og er það hugsað sem þjóðargjöf í tilefni af 900 ára afmæli staðarins. Er það einn af fjölmörgum viðburðum á afmælisárinu.

VONIR standa til að hægt verði að taka fyrstu skóflustungu að menningar- og fræðasetri á Hólum í ágúst á þessu ári og er það hugsað sem þjóðargjöf í tilefni af 900 ára afmæli staðarins. Er það einn af fjölmörgum viðburðum á afmælisárinu.

Guðmundur Jónsson arkitekt hefur lagt fram fyrstu hugmyndir að fjölnota húsi með ýmiss konar þjónustumöguleikum, þar sem gert er ráð fyrir móttöku ferðamanna, en í fyrra sóttu um 20 þúsund ferðamenn Hóla heim og er gert ráð fyrir allt að 50 þúsund ferðamönnum eftir 5 til 10 ár.

Fyrstu hugmyndir gera ráð fyrir að húsið rísi þar sem gamla fjósið og hlaðan stendur og verði þrjú þúsund fermetrar á tveimur hæðum. | 18-20