Leikarinn Tom Cruise var sá leikari í heiminum sem halaði inn mesta peninga fyrir kvikmyndaframleiðendur árið 2005, samkvæmt árlegri könnun fyrirtækisins Quigley Publishing Co., en þetta er í sjöunda sinn sem Cruise er í efsta sæti listans.
Leikarinn Tom Cruise var sá leikari í heiminum sem halaði inn mesta peninga fyrir kvikmyndaframleiðendur árið 2005, samkvæmt árlegri könnun fyrirtækisins Quigley Publishing Co., en þetta er í sjöunda sinn sem Cruise er í efsta sæti listans. Enginn leikari hefur verið oftar í efsta sæti listans, en leikarar á borð við Tom Hanks , Clint Eastwood , Burt Reynolds og Bing Crosby hafa allir komist á toppinn fimm sinnum. Könnunin hefur verið gerð árlega frá árinu 1932, en hún fer þannig fram að kvikmyndaframleiðendur og aðrir áhrifamenn í kvikmyndaheiminum eru beðnir að kjósa þá tíu leikara sem þeir telja hafa halað inn mesta peninga á liðnu ári. Johnny Depp hafnaði í öðru sæti listans, Angelina Jolie og Brad Pitt voru jöfn í þriðja til fjórða, en á eftir þeim komu Vince Vaughn , George Clooney , Will Smith , Reese Witherspoon , Adam Sandler og Tom Hanks , sem var efstur árið 2004.