ISNORD-tónlistarhátíðin verður haldin í annað sinn 2.-4. júní nk. Hátíðin tekur mið af opnun Landnámsseturs í Borgarnesi og verður helguð tónlist sem byggist á sagnaarfi Íslands.

ISNORD-tónlistarhátíðin verður haldin í annað sinn 2.-4. júní nk. Hátíðin tekur mið af opnun Landnámsseturs í Borgarnesi og verður helguð tónlist sem byggist á sagnaarfi Íslands.

Ungum tónskáldum gefst kostur á taka þátt í samkeppni um tónverk byggt á atburðum eða persónum úr Egilssögu. Dómnefnd velur besta verkið sem verður frumflutt á opnunartónleikum IsNord og einnig fær það peningaverðlaun. Frestur til að skila inn tónverkum er til 15. mars nk. og allar nánari upplýsingar eru á vef hátíðarinnar isnord.is.