BHM mun ásamt öðrum heildarsamtökum aðila vinnumarkaðarins, Landssambandi eldri borgara, sveitarfélögum og Öldrunarráði Íslands standa að ráðstefnu um sveigjanleg starfslok 9. febrúar næstkomandi.

BHM mun ásamt öðrum heildarsamtökum aðila vinnumarkaðarins, Landssambandi eldri borgara, sveitarfélögum og Öldrunarráði Íslands standa að ráðstefnu um sveigjanleg starfslok 9. febrúar næstkomandi. Ráðstefnan verður haldin í Salnum í Kópavogi og hefst klukkan 13.15.

Að ráðstefnunni standa Öldrunarráð Íslands, Landssamband eldri borgara, BHM, BSRB, ASÍ, Samtök atvinnulífsins og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni verða Örn Clausen, lögfræðingur, Berglind Magnúsdóttir, öldrunarsálfræðingur, og Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðarmaður Alcan.