Tónlistarmaðurinn góðkunni Bruce Springsteen og hljómsveitin Coldplay verða á meðal þeirra sem koma fram á 48. Grammy verðlaunahátíðinni sem fer fram í Los Angeles í febrúar.
Tónlistarmaðurinn góðkunni Bruce Springsteen og hljómsveitin Coldplay verða á meðal þeirra sem koma fram á 48. Grammy verðlaunahátíðinni sem fer fram í Los Angeles í febrúar. Springsteen er tilnefndur til fimm verðlauna, þar á meðal fyrir fyrir lagið "Devils & Dust" sem tilnefnt er sem besta lag ársins. Hljómsveitin Coldplay er tilnefnd til þrennra verðlauna, þar á meðal fyrir besta rokklagið "Speed of Sound" og bestu rokkplötuna "X&Y". Þá er söngkonan Mariah Carey tilnefnd til átta verðlauna, en hún mun einnig koma fram á hátíðinni ásamt kórnum Hezekiah Walker & Love Fellowship.