Ingólfur Sigfússon sem starfar að laxeldinu í Mjóafirði segir vanhugsað hjá eigendum Sæsilfurs að hætta eldinu, loks þegar það skilar tilætluðum árangri.
Ingólfur Sigfússon sem starfar að laxeldinu í Mjóafirði segir vanhugsað hjá eigendum Sæsilfurs að hætta eldinu, loks þegar það skilar tilætluðum árangri.
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is "Ég hef alltaf haft þá trú á Samherja að þetta væri fyrirtæki sem gæfist ekki upp fyrr en öll sund væru lokuð," segir Sigfús Vilhjálmsson oddviti, bóndi og útgerðarmaður á Brekku í Mjóafirði.
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is

"Ég hef alltaf haft þá trú á Samherja að þetta væri fyrirtæki sem gæfist ekki upp fyrr en öll sund væru lokuð," segir Sigfús Vilhjálmsson oddviti, bóndi og útgerðarmaður á Brekku í Mjóafirði. Eftir að Samherji og Síldarvinnslan tilkynntu að fyrirtæki þeirra, Sæsilfur, myndi hætta laxeldi á Austurlandi árið 2008, hefur Mjófirðingum verið brugðið. Langmestur hluti eldisins fer fram í firðinum og hafa ellefu af þrjátíu og tveimur fullorðnum íbúum í Mjóafirði haft viðurværi af starfseminni. Að auki hefur hreppurinn lagt í nokkrar fjárfestingar í formi íbúðarbygginga og annarra framkvæmda vegna eldisins.

Að mati Sigfúsar er tilkynning Samherja um að hætta starsfemi sökum gengismála og hás raforkuverðs klaufaleg. "Eina haldbæra ástæðan fyrir því að þeir ætla að hætta hér er að seiðin sem áttu að koma hingað til eldis síðastliðið sumar komu ekki af því að það þurfti að farga þeim út af nýrnaveiki í seiðastöðinni hjá Íslandslaxi," segir Sigfús.

"Það er fullskipað í öll þau störf sem eru möguleg," segir Jóhanna Lárusdóttir á Brekku. "Ef annar aðilinn missir vinnuna þá er lífsviðurværið farið."

Morgunblaðið fór sjóleiðina í Mjóafjörð í vikunni og ræddi þar við íbúana.