Hverjar eru hinar miklu rangfærslur um málefni tónlistarnema í borginni? MÉR FINNST merkilegt að lesa grein á mbl.is í dag þar sem Stefán Jón Hafstein heldur því fram að engir reykvískir tónlistanemar séu að hrekjast frá námi.

Hverjar eru hinar miklu rangfærslur um málefni tónlistarnema í borginni?

MÉR FINNST merkilegt að lesa grein á mbl.is í dag þar sem Stefán Jón Hafstein heldur því fram að engir reykvískir tónlistanemar séu að hrekjast frá námi.

Í greininni kemur fram að greitt hafi verið fyrir þá nemendur sem falla undir aldursreglur. Þessar aldursreglur eru nýtilkomnar og hluti af því sem tónlistarnemendur eru að mótmæla. Maðurinn minn er á meðal þeirra sem ekki fá að stunda sitt nám áfram vegna þessara reglna og hann er sko reykvískur í húð og hár.

Samkvæmt þessu væri gaman að fá að vita hvaða rangfærslur Stefán Jón er að tala um.

Ragnheiður

Sveinbjörnsdóttir.

Fréttablaðið skilar sé ekki

Í Velvakanda sl. fimmtudag er pistill um Fréttablaðið. Þar segir skrifari að blaðið hafi ekki sést í Grafarholti svo vikum skipti. Þetta er alveg rétt og þekki ég fleiri dæmi. Hjá einni sem ég þekki kemur blaðið t.d. aldrei um helgar. Ég á oft leið hjá Bónus í Skeifunni og þar eru oft blaðabunkarnir í plastinu, bæði Birta og Fréttablaðið. Og fyrir 2 vikum voru nokkrir bunkar við blaðagáminn hjá Fjarðarkaupum.

Heim til okkar hefur Fréttablaðið ekki komið síðustu laugardagana og það þýðir ekkert að hringja og kvarta, það er einungis símsvari hjá Fréttablaðinu sem ekkert þýðir að skilja eftir skilaboð í því það gerist ekkert þó það sé gert.

Húsmóðir.

Mengun yfir Íslandi

ÞEGAR álverið var reist í Straumsvík reis upp óánægja hjá okkur Íslendingum. Síðan er búið að stækka það í 4-5 skipti og enn ætla þeir sem ráða þessu að stækka það. Það hafa verið reist álver hér úti um allt. Það er óhugnanleg mengun yfir öllu sem eyðileggur heilsu fólks og það er slæmt að anda öllu þessu eitri ofan í sig.

Í sjónvarpinu var sýnt frá hvar á enn að bæta við álverum og er engu líkara en sá ráðherra, sem sér um þetta, sé kominn með álverssýkingu og löngun til að eyðileggja okkar fallega land. Þetta verður að stoppa, alltaf skýjað og eru skýin brún af mengun.

María Sigurðardóttir.

Gleraugu í óskilum

Gleraugu fundust við Borgarholtsbraut 49. Upplýsingar í síma 6921302.